Fréttir

Breytingar á starfsemi Heilsugæslunnar

Tilkynning vegna breytinga á starfsemi Heilsugæslunnar Lágmúla

Undanfarna mánuði hafa staðið yfir viðræður við 3 heimilislækna sem starfa í Heimilislæknastöðinni Uppsölum.  Það hefur orðið að samkomulagi að þeir leggi niður störf þar og færi starfsemi sína á Heilsugæsluna Lágmúla 4.  Öllum skjólstæðingum þeirra er boðið að fylgja þeim hingað og fá sömu þjónustu og hér er veitt. Á heilsugæslunni í Lágmúla er veitt heildstæð þjónusta heilsugæslustöðvar með hjúkrunarfræðingum og  ljósmæðrum  sem sinna meðal annars Ungbarnavernd og Mæðravernd. Einnig er sálfræðingur í hálfri stöðu sem við vísum til.   Sjúkraþjálfari kemur reglulega og aðstoðar einstaklinga sem þurfa aðstoð við að koma sér í hreyfingu.   Hjúkrunarfræðingar sinna margvíslegum málum og aðgengi að þeim er auðvelt og þær vinna í nánu samráði við lækna stöðvarinnar. 

Við höfum bætt við mannafla til að takast á við aukið álag  vegna fjölgunar skjólstæðinga.  Við teljum okkur vel ráða við þessa aukningu.

Sjúkraskrár læknanna þriggja, Einars R. Axelssonar, Odds Steinarssonar og Ragnars V Gunnarssonar verða sameinaðar gagnagrunni Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis sem við vinnum með og sér HH um allar uppfærslur og afritatöku. Öll samskipti fara gegnum öruggar tengingar. Með þessum flutningi gefst skjólstæðingum þeirra þriggja einnig sá góði kostur  að nýta sér Heilsuvera.is þar sem er hægt að panta lyf sem áður hefur verið ávísað, panta tíma á stofu, sjá hvað viðkomandi á af lyfseðlum í gáttinni og senda skilaboð ásamt því að margvíslegar upplýsingar almenns eðlis er hægt að nálgast þar. Til að komast inn í Heilsuveru þarf að hafa rafræn skilríki. 

Einar og Oddur byrja 3 apríl í Lágmúla en Ragnar er í leyfi í apríl en byrjar síðan 3. maí.  

Nú þegar er hægt að panta tíma hjá þeim Einari og Oddi hér í Lágmúlanum.  

Í fjarveru Ragnars munu læknar stöðvarinnar sinna hans skjólstæðingum.   

Á næstu dögum verður hægt að bóka tíma hjá Ragnari.