Um stöðina

Fréttir

Læknar hættir

September 11, 2018

Tilkynning um starfslok lækna

Nú hafa 2 læknar stöðvarinnar hætt með viku millibili, þeir 

Árni Skúli Gunnarsson og Halldór Jónsson 

sem hafa starfað við stöðina frá upphafi. 

Þetta eru miklar breytingar á stuttum tíma en

við höfum góðan möguleika á að geta sinnt áfram

þeim sem eru skráðir hjá þeim.  Það er nú möguleiki

að breyta skráningu til annarra lækna heilsugæslunnar.  

 


Nýr læknir

September 13, 2017

Ný heimilislæknir í fastri stöðu!

Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að tilkynna að Guðbjörg Vignisdóttir heimilislæknir hóf störf hjá okkur 12.9. Hún er nýflutt frá Gautaborg þar sem hún vann eftir að klára námið ytra.  Verðum við þá 6 læknar á stöðinni en fljótlega verður hægt að skrá sig hjá henni sem heimilislækni. Hún verður með símatíma eins og aðrir læknar stöðvarinnar og tekur þátt í öllum venjulegum störfum okkar.  Við bjóðum hana velkomna til okkar. 


Breytingar á sjúkraskrárkerfi

January 22, 2017

Um miðjan desember varð breyting á varðveislu sjúkragagna heilsugæslunnar en þessi breyting hafði staðið til lengi og höfðu fyrir nokkru fengist öll tilskilin leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og Persónuvernd.  Sjúkraskrá heilsugæslunnar Lágmúla var sameinuð sjúkraskrá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis.  Ástæður þessarar gjörðar voru að auka öryggi gagna og auðvelda flutning upplýsinga milli lækna þar sem aðgangur verður að heildarsjúkraskrá.  Þetta er mikilvægt í nýju kerfi sem verið er að taka upp en í því verður mun einfaldara  fyrir einstaklinga að flytja sig milli lækna ef þörf er á og verður hægt að gera á netinu með rafrænum skilríkjum. 

Með samtengingu fáum við einnig aðgang að svokallaðri Heilsugátt Landspítalans sem einfaldar okkur  að nálgast upplýsingar um rannsóknir  og sjúkragögn á spítalanum , einnig fæst tenging  við  sjúkraskrárkerfi heilbrigðisstofnana víða um land.  Með sameiningu sjúkragagna  fáum við að auki  beinan aðgang að lyfjagátt þar sem hægt er að sjá hvaða lyf fólk hefur fengið og tekið út. 

 

Við tökum einnig upp rafræna kerfið Heilsuveru www.heilsuvera.is.Með innskráningu í það kerfi verður hægt að biðja um endurnýjun lyfseðla á einfaldan hátt, ef viðkomandi hefur fengið þau áður á stöðinni og er með fastan lækni.  Til stendur að hægt verði   að bóka tíma á heilsugæsluna í gegnum heilsuveru og einnig er í bígerð að mögulegt verði að senda skilaboð milli skjólstæðinga og heilsugæslunnar.  Á heilsuverunni er hægt að sjá hvernig staða er á lyfjum sem hafa verið skrifuð út, bólusetningum hjá einstakling og hjá börnum viðkomandi  að 15 ára aldri. 

Nokkrum dögum fyrir áramót var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands um að Heilsugæslan Lágmúla gangi inn í nýtt greiðslukerfi sem er verið að innleiða almennt í heilsugæslunni.  Er það að fyrirmynd kerfis sem er notað í Gautaborg en í stuttu máli þýðir það að visst fjármagn fylgi hverjum einstaklingi.  Einnig eru ýmis gæðaviðmið tekin upp.  Samningurinn er til 5 ára. 

Tengill á heimasíðu Velferðarráðuneytis:  https://www.velferdarraduneyti.is/betri-heilbrigdisthjonusta/almennt/nr/34434

 

Við flutning gagna gæti skráning  nokkurra einstaklinga hafa skolast til þar sem sú regla var viðhöfð að skrá einstaklinga á þá stöð sem þeir höfðu komið síðast á.  Þannig að ef einstaklingur sem var með fastan heimilislækni í Lágmúla hefur leitað síðast á aðra heilsugæslu, hefur hann verið skráður þar.  Mikilvægt er að taka eftir þessu og skrá rétt.

 

Þeir einstaklingar sem búa í skilgreindu umdæmi okkar og voru ekki með heimilislækni skráðan annars staðar hafa nú verið skráðir á Hg Lágmúla en ekki með fastan lækni eins og er. 


Inflúensubólusetningar

October 4, 2016

Inflúensubólusetningar eru í fullum gangi og við erum búin að bólusetja um 700 einstaklinga hingað til.  

Landlæknisembættið mælir með bólusetningu: 

Allir eldri en 60 ára sem og börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna-, og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þungaðar konur og heilbrigðisstarfsmenn sem annast sjúklinga.

Þess ber að geta að einstaklingar undir 60 ára og eru með ýmsa langvinna öndunarfæra- hjarta og ónæmisbælandi sjúkdóma fá bólusetninguna frítt.  Við erum með lista yfir þá sjúklinga í afgreiðslunni, látið okkur vita ef þið teljið að slíkt eigi við.

Alltaf þarf þó að greiða venjulegt komugjald á stöðina.
Sumarafleysing lækna

June 3, 2016

Í sumar mun starfa hjá okkur í læknisstörfum,  Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lokið 5. ári í læknanámi.  Hún hóf störf 1.6. og verður fram í miðjan ágúst.  


Árleg inflúensubólusetning

October 12, 2015

Inflúensu bólusetningar byrjaðar í dag mánudag 12.okt.

Eftirfarandi er sérlega ráðlagt að láta bólusetja sig:

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.
  • Þunguðum konum

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða þó komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1182 / 2013 með breytingu nr. 635 / 2014.

Í ár er bólusett við þessum stofnum:

Bóluefnið inniheldur tvo A-stofna og einn B-stofn. Annar A-stofninn er A/California/7/2009 (H1N1) og er þar um að ræða svonefnda svínainflúensu. Hinn A-stofninn er A/Switzerland/9715293/2013 (H3N2). B-stofninn er B/Phuket/3073/2013.


Hreyfiseðill

Hreyfiseðill

May 6, 2015

Hreyfiseðill, nýtt í heilsugæslunni Lágmúla

Hreyfing er mikilvægt úrræði vegna ýmissa sjúkdóma, t.d. sykursýki, offitu, hás blóðþrýstings, þunglyndis og langvinnrar lungnateppu.  Margir eiga erfitt með að koma sér af stað og eru ekki vissir hvaða hreyfing hentar og hversu mikla hreyfingu þarf.  Nú getum við boðið upp á nýtt úrræði til aðstoðar sem er viðtal hjá svokölluðum Hreyfistjóra sem er sjúkraþjálfari.  Í samráði við hvern og einn sem vísað er í úrræðið er sett upp áætlun og markmið sem stefnt er að.  Hreyfing er síðan skráð  á sérstaka heimasíðu,  þar sem hreyfistjóri getur fylgst með framvindu og hefur samband ef viðkomandi er ekki að uppfylla markmið.  Einnig getur viðkomandi sjálfur fylgst með framvindunni. Undanfarið hefur árangur verið mjög góður og tæplega 80% þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu hafa náð markmiðum sínum.  Ekki er um að ræða neina niðurgreiðslu í líkamsræktarstöðvar eða sundlaugar.  Ekki er heldur um að ræða neina beina líkamlega meðferð svo sem nudd eða æfingar á staðnum.

 

Heimilislæknir vísar einstaklingum sem hann telur geta haft gagn af þessu úrræði, ekki er hægt að bóka sig beint. 

 

Hreyfistjórinn hefur aðstöðu á Heilsugæslunni og tekur viðtöl þar.  Hreyfistjórinn okkar heitir Sigþrúður Inga Jónsdóttir og starfar einnig sem sjúkraþjálfari hjá Styrk

 


Ný síða

Ný síða

November 6, 2014

Nú er ný síða Heilsugæslunnar í Lágmúla komin í loftið.

 

Tilkynning:  aðfangadag er lokað hjá okkur, Læknavaktin er opin frá kl 9 að morgni.