Þjónusta

Skráning á stöðina

Opið er fyrir nýskráningu á stöðina.    Smile

 

 Síðustu áramót, 2016-17 varð sú breyting að þeir einstaklingar sem búa í hverfinu og eru ekki með skráðan heimilislækni annars staðar eru nú skráðir á stöðina (en ekki með fastan lækni).  Er það liður í nýju greiðslukerfi sem hófst um áramótin. 

Janúar 2017:

Mögulegt er að skrá sig á stöðina í gegnum https://rg.sjukra.is/Account/Login.aspx með rafrænum skilríkjum, sá möguleiki er einnig til staðar í Heilsuvera.is

Til að skrá sig hjá ákveðnum  lækni þarf áfram að koma á stöðina og skrifa undir beiðni sem er skönnuð í sjúkraskránna til staðfestingar.  

Þeir sem voru skráðir hjá Halldóri og Árna Skúla eru nú skráðir á stöðina en ekki á ákveðinn lækni.

Þeir einstaklingar geta skráð sig hjá öðrum læknum stöðvarinnar án þess að skrifa undir beiðni.

 Þar sem sjúkraskrá okkar er nú sameinuð sjúkraskrá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis er flutningur mun einfaldari, sjúkraskráin er nú samfelld aftur í tímann þó viðkomandi hafi verið hjá mismunandi læknum á Reykjavíkursvæðnu.  

 

Ungbarnavernd og Mæðravernd hefur verið hverfistengd en það breytist einnig.  Vitjanir til ungbarna eru áfram hverfistengdar.