Þjónusta

Hjúkrunarfræðingar

Hjúkrunarfræðingar eru við frá kl 8-16 alla daga.

 

Sinna m.a. eftirfarandi:


 • Símaráðgjöf vegna sjúkdóma og slysa, bólusetningar barna og ferðamanna.
 • Fyrsta skoðun vegna sjúkdóma og slysa þegar ekki fæst beint tími hjá lækni, hafa samband við lækni eftir þörfum.
 • Sinna ungbarnavernd og mæðravernd (Ljósmæður sinna Mæðravernd)
 • Umbúðaskipti sára og eftirlit.
 • Mæla blóðþrýsting, blóðsykur og súrefnismettun eftir þörfum.
 • Leysa úr ýmsum tilfallandi vandamálum. 
 • Tímapantanir í síma 595-1300.

 

Inflúensubólusetningar 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:  (af síðu Landlæknis)

 • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
 • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrar­sjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
 • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
 • Þungaðar konur.